Finndu þína frístund!

Starf á vegum Reykjavíkurborgar

Frístundamiðstöðvar eru starfræktar í öllum hverfum Reykjavíkur. Frístundamiðstöðvarnar reka frístundaheimili og  félagsmiðstöðvar. Skráning í frístundaheimili og í sumarstarf frístundamiðstöðvanna fer fram á sumar.fristund.is

Hitt húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði menningar,  upplýsingamiðlunar, jafningjafræðslu, atvinnuráðgjafar og frítímastarfs fyrir fötluð ungmenni.  Í Hinu húsinu er góð aðstaða sem ungt fólk getur nýtt sér fyrir viðburði, æfingar, fundi, hljóðupptökur, listasýningar, afþreyingu og margt fleira.

Í Reykjavík er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskyldur og má meðal annars nefna sundlaugar, matjurtagarða, frisbígolfvelli, boltagerði, hjólabrettagarða, göngu- og hjólaleiðir, útivistarsvæði og fleira.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga ársins.  Í Nauthólsvík er starfræktur á sumrin siglingaklúbburinn Siglunes fyrir 9-16 ára.

 

Frístundastyrkir

Markmið og tilgangur Frístundastyrkja er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. 

Frístundakort í Reykjavík
Styrkurinn er nú 75.000 krónur á barn á ári fyrir hvert barn 6-18 ára með lögheimili í Reykjavík. Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum. Um 200 félög á höfuðborgarsvæðinu eiga aðild að Frístundakortinu. Frístundakortinu er ráðstafað í gegn um í gegn um skráningakerfi félaga. Nánari upplýsingar um Frístundakortið.

Frístundastyrkir í Hafnarfirði

Mánaðarlega styrkir Hafnarfjarðarbær hvern iðkanda frá 6-18 ára aldurs til lækkunar á þátttökugjöldum um kr.  3.000.-  Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði.Við rafræna skráningu barns í starf hjá íþrótta- og tómstundafélögum geta foreldrar valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum.

Starf á vegum frjálsra félaga

Fjöldi æskulýðs- og íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu halda úti viðamiklu starfi fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Í öllum hverfum eru íþróttafélög sem bjóða upp á hefðbundnar íþróttagreinar en einnig eru mörg félög sem halda úti starfsemi sem ekki er hverfisbundin eða innan vébanda íþróttahreyfingarinnar.  

Af annarri frístundastarfsemi má nefna skátastarf, tónlistarskóla, dansskóla og starfsemi æskulýðsfélaga og trú- og lífsskoðunarfélaga.