






Frístundakort er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga í Reykjavík
Styrknum er hægt að ráðstafa rafrænt til félaga sem eru aðilar að Frístundakortinu og er upphæð hans kr. 50.000 á barn á ári.
Markmið og tilgangur Frístundakortsins í Reykjavík
Meginskilyrði félaga sem gerast aðilar að Frístundakortinu er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegar gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna og leiðbeinanda sem hæfir starfi með börnum og unglingum.
Styrkhæf starfsemi þarf að vera í 8 vikur samfellt hið minnsta. Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.
Innheimta aðildarfélaga er með ýmsum hætti og er mikilvægt að forráðamenn kynni sér hvernig innheimtu er háttað hjá aðildarfélagi síns barns. Félögum er heimilt að ákveða sjálf lokadag ráðstöfunar á hverri önn svo hægt sé að ganga frá innheimtu eftirstöðva séu þær einhverjar. Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.
Aðildarfélög Frístundakortsins má finna hér. Hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um kortið s.s. reglur og skilyrði, umsóknir félaga og leiðbeiningar fyrir félög og forráðamenn.
Frístundastyrkir í Hafnarfirði
Mánaðarlega styrkir Hafnarfjarðarbær hvern iðkanda frá 6-18 ára aldurs til lækkunar á þátttökugjöldum um kr. 3.000.- Ekki er hægt að fá þennan styrk nema einu sinni í hverjum mánuði.
Við rafræna skráningu barns í starf hjá íþrótta- og tómstundafélögum geta foreldrar valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum.
Nánar um frístundastyrki í Hafnarfirði
Reglur um niðurgreiðslu frístundastyrkja í Hafnarfirði