Vatnasportklúbbur Siglunes

Siglunes
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Annað, Siglingar, Útivist
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Vatnasportklúbburinn er fyrir þá sem hafa farið á námskeið, eða eru vanir að sigla og róa, og/eða hafa mikinn áhuga á að kynnast vatnasporti og ævintýrum.

Vinsamlega athugið að vatnasportklúbburinn er ekki siglinga- og róðranámskeið. Þetta er frábær klúbbur fyrir þá sem vilja halda áfram eftir námskeiðið að sigla og róa og kynnast fleiri hliðum þess sem ævintýraheimur vatnaíþrótta býður uppá. Klúbbfélagar ákveða í samráði við starfsfólk hvaða bátum þeir sigla eða róa hverju sinni.

  • Klúbbfélagar eru undir eftirliti starfsfólks Siglunes. Starfsfólk Siglunes sér um að leiðbeina og gefa góðar ráðleggingar svo að allir geti bætt færni sína.
  • Klúbbfélagar verða að klæðast björgunarvesti út á sjó, á bryggjunni og í heita pottinum.
  • Klúbbfélagar hafa daglega aðgang að seglbátum, kayökum, kanóum, róðrabrettum (SUP) og árabátum.
  • Klúbbfélagar þurfa að vera klæddir hlýjum og skjólgóðum fötum og hafa aukaföt og handklæði meðferðis.
  • Mælt er með að hafa nesti  með sér. Hægt er að hita mat í örbylgjuofni og grilla samlokur.

 

Klúbbastarfið er á tímabilinu 14. júní – 6. ágúst.

Opið mánudaga til föstudaga kl. 13:00 – 18:00.

Eingöngu er hægt að kaupa heilar vikur:

Dagssetningar: 14. - 18. júní*, 21. - 25. júní, 28. júní - 2. júlí, 5. - 9. júlí júlí, 12. - 16. júlí, 19. - 23. júlí, 26 .- 30. júlí, 3. - 6. ágúst*.

*4 dagar

Verð kr. 5.120 / * kr. 4.100

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 23. apríl 2021 - 10:06