






Sumarnámskeið Hellisins 2021
Félagsmiðstöðin Hellirinn býður upp á fjöldbreytt sumarnámskeið fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk. Í ár verða námskeið í 7 vikur og hefst sumarstarfið 14. júní n.k. Í sumar verða námskeiðin aldursskipt annars vegar fyrir 5.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk.
Sumarnámskeiðin standa yfir frá 09:00 - 16:00 en einnig er hægt að óska eftir viðbótartíma frá 8:00-09:00 og 16:00-17:00 sem greitt er aukalega fyrir
Í sumar er boðið upp á námskeið eftirfarandi vikur:
Lokað verður í Hellinum 10. júlí - 2 ágúst að báðum dögum meðtöldum
Skráning
Skráning hefst 27. apríl kl. 10. Hún fer fram í gegnum http://www.sumar.fristund.is og er skráð fyrir vikudvöl í senn. Til að skrá sig inn á síðuna þarf íslykil eða rafræn skilríki í farsíma.
Í hverri viku eru 6 pláss í boði síðan verður boðið upp á að skrá sig á biðlista. Við gerum okkar besta til þess að taka á móti öllum sem skrá sig en því fyrr sem þið skráið ykkur – því öruggari eru þið um að komast inn.
Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs.
Opið er fyrir skráningar á námskeið til 12:00 (hádegi) á föstudegi fyrir hvert námskeið. (t.d. er opið fyrir skráningu á námskeiðið 14.-18. júní til föstudagsins 11. júní). Ef laust er á námskeið samþykkir forstöðumaður skráninguna.
Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið í frístundamiðstöðvar (helst fyrir hádegi) og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Þjónustuvers Reykjavíkurborgar (s. 411 1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.
Allar nánari upplýsingar veita þær Eva (6647684) og Marin (6955135)