Sumarstarf 10 - 12 ára í Miðbergi

Hverfi: 
Breiðholt
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára

Sumarnámskeið fyrir 10 - 12 ára börn í Miðbergi

Sumarsmiðjur Tíu12, fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor, verða í félagsmiðstöðvum Miðbergs sumarið 2021. Hægt verður að velja milli skemmtilegra smiðja sem ætti að henta öllum sem standa yfir í hálfan eða heilan dag. Skrá þarf á hverja smiðju fyrir sig.

Mikill fjölbreytileiki verður í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 14. júní til 16. júlí. Smiðjurnar fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu ásamt því sem farið verður í ferðir um Reykjavík og nágrenni.

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og á viðburði er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Skráning  

Fer fram í gegnum http://www.sumar.fristund.is og er skráð fyrir hverja smiðju í senn. Til að skrá sig inn á síðuna þarf íslykil eða rafræn skilríki í farsíma.  

Skráning í 10-12 ára smiðjurnar hefst 11. maí kl. 10.00

Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9.30-16 = 1455 kr

Miðvikudagar kl. 13-16:30 = 737 kr

Föstudagar kl. 9.30-13:30 = FRÍTT//FREE//DARMOWE               

 

 

Skráning er í allar smiðjur vegna takmörkunar á hópastærð og skráning er bindandi.
Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 10:03