






Hefst: 30. september
Tími: Mið · kl 16:45-18:00
Staðsetning: Garðatorg 7
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 12,5
Aldur: 6-9 ára
Á námskeiðinu verður unnið með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið. Unnin verða verk í tvívídd og þrívídd þar sem farið verður í undirstöður sjónlista. Meðal annars formhugsun, myndbyggingu og litafræði.
Efniviður námskeiðisins verður sem fjölbreyttastur en það sem við leggjum einna mest upp úr er sköpunarferlið, leikurinn og tjáningin það eru aðalatriðið.