Dansleikjanámskeið

Hverfi: 
Vesturbær, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára

Dansskólinn Óskandi stendur fyrir sumarnámskeiðum í júní og júlí. Í boði verða tvenns konar námskeið, dansleikjanámskeið fyrir 7 - 10 ára frá kl. 9 - 16 og nútímadansnámskeið fyrir 10 - 12 ára frá kl. 14 - 17. Nemendur koma í æfingafötum, með vatnsbrúsa og nesti, athugið að hnetur eru ekki leyfðar. 

Dansleikjanámskeið er skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 7 - 10 ára (2011 - 2014). Áherslan er á nútímalistdans og hafa gaman saman í gegnum skapandi leiki og spunaverkefni. Nemendur í dansleikjanámskeiðinu þurfa að koma með útiföt eftir veðri. Pizzuveisla og glaðningur í lok námskeiðsins eru innifalin í verðinu. Nánari dagskrá verður send út nokkrum dögum áður en námskeiðið hefst. 

14.júní - 18.júní
7 - 10 ára 
Kl.9 - 16
Verð: 19.990 kr 

5. júlí - 9. júlí
7 - 10 ára
Kl. 9 - 16
Verð: 24.990 kr.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 26. apríl 2021 - 14:26