Ævintýranámskeið Crossfit Sport

Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Efnisflokkur: 
Íþróttanámskeið, Íþróttir, Leikjanámskeið, Sumarnámskeið, Útivist
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Ævintýrabúðir CrossFit sumarið 2021 fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára

ATH. fyrir börn fædd 2009-2012

Fjölbreytt, skemmtilegt og fræðandi leikjanámskeið um virkt og heilbrigt líferni

Sumarið 2021 verður sannkallað ævintýrasumar þar sem sett verður upp leikjanámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 9 -12 ára. Við fylgjum eftir vinsælum vetrarnámskeiðum okkar fyrir 9-12 ára krakka með því að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt leikjanámskeið fyrir duglega krakka sem finnst gaman að hreyfa sig á virkan og heilbrigðan hátt.

Ævintýrabúðirnar verða starfræktar í Sporthúsinu Kópavogi og í og við Kópavogsdalinn fimm daga vikunnar frá kl. 09:00 - 12:00 frá og með 7. júní.
Til þess að tryggja gæði æfinga, fræðslu og öryggi barnanna er hámarksfjöldi í hóp 20 börn

Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur frá 7. júní til 9. júlí og hægt er að skrá sig viku í senn

10% afsláttur ef þú tekur 2 vikur eða fleiri

Lögð er áhersla á fjölbreytni, fræðslu og öruggar æfingar.
Námskeiðið munu fara fram í Sporthúsinu Kópavogi, í sal CrossFit Sport sem og í nágrenni Sporthússins.

Þægilegur íþróttafatnaður æskilegur og góðir skór. Krakkarnir koma einnig sjálfir með hollt nesti með sér.

Tímasetning

Mánudaga – föstudaga kl: 09:00 - 12:00

Tímabil

Vika 1: 7. júní - 11. júní
Vika 2: 14. júní - 18. júní (ekki kennt 17. júní)
Vika 3: 21. júní - 25. júní
Vika 4: 28. júní – 2. júlí
Vika 5: 5. júlí – 9. júlí

Verð

  • 12.990,- kr./ vikan
  • Ath. vika 2 eru 4 dagar og kosta því 10.390,- kr.
  • 10% systkinaafsláttur á seinna barn og 10% afsláttur ef tekið er 2 vikur eða meira

Skráning fer fram á heimasíðu Sporthússins

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 27. apríl 2021 - 11:52