Íþrótta- og leikjanámskeið

Hafnarfjörður
Sími: 
5651899
Netfang: 
vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Íþrótta- og leikjanámskeið

Í sumar eru íþrótta- og leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Á þeim er farið í fjölbreyttar íþróttir og leiki, göngu- og hjólaferðir og margt fleira.

Námskeiðin hefjast 10. júní og standa flest yfir til 6. júlí

.
Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2007-2009 (7-9 ára) og standa frá kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00, ókeypis gæsla er á milli kl. 8.00-9.00, 12.00-13.00 og 16.00-17.00.

Verð: Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Minnst er hægt að greiða fyrir viku í senn.

Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00): 4.300 kr.
Hver vika, allur dagurinn (frá kl. 9:00 – 16:00): 8.600 kr.

Frá 7.-22. júlí verður íþrótta- og leikjanámskeið í Íþróttahúsinu í Setbergsskóla
Frá 4. til 19. ágúst verða íþrótta- og leikjanámskeið á tveimur stöðum.

1) Í Hraunvallaskóla sem sér um Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla.
2) í Lækjarskóla sem sér um Öldutúnsskóla, Setbergsskóla og Víðistaðaskóla.

Skráning fer fram í gegnum „Mínar síður“ á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2016. Skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Á mínum síðum er aðeins hægt að greiða með kreditkorti en hægt er að staðgreiða skráningu í Þjónustuveri Hafnarfjarðabæjar, Strandgötu 6.

Nánari upplýsingar um skráningu eru í síma 585-5500 eða 565-1899.