Heillastjarna

Heimilisfang: 
Skipholti 50c
Jógasetrið
Netfang: 
heillastjarna(hjá)heillastjarna.is

Heillastjarna sérhæfir sig í hugleiðslu- og sjálfstyrkingarefni fyrir börn og ungmenni og heldur úti áskriftarvefsíðu með leiddum hugleiðslum fyrir börn auk þess að bjóða upp á ýmis konar námskeið fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðsluiðkun að föstum lið daglega. Efnið er afar aðgengilegt og eru nú þegar tæplega 100 leiddar hugleiðslur á vefsíðunni og fer þeim stöðugt fjölgandi en nýtt efni kemur inn á vefsíðuna í hverri viku. Auk þess fá áskrifendur mánaðarlegt plan til hvatningar og er nýtt þema tekið fyrir í hverjum mánuði.

Höfundur efnis heillastjarna.is er Stefanía Ólafsdóttir en hugmyndin að vefsíðunni kviknaði í kjölfar útgáfu bókarinnar Undir heillastjörnu – hugleiðslur og heillakort fyrir börn og ungmenni sem Stefanía skrifaði og kom út árið 2017. Bókin rataði inn á fjölmörg heimili og skóla og er önnur prentun væntanleg auk þess sem unnið er að þýðingum á ensku og hollensku.

Áhugi á hugleiðslu fyrir börn og unglinga hefur aukist gífurlega undanfarin ár, enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á margþættan ávinning hugleiðsluiðkunar og samfélagið sem við lifum í beinlínis kallar á það að við gefum okkur og börnunum okkar meiri tíma og rými til að slaka á og næra sjálfið.

 

Staðsetning á korti: