Spurt og svarað

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn er 50.000 krónur á ári og þú getur notað hann til þess að greiða niður hluta af þátttöku- og æfingagjöldum barnsins þíns.

1. janúar 2023 verður styrkurinn 75.000 krónur. Ekki er um beingreiðslu að ræða, en foreldrar geta ráðstafað frístundastyrknum í gegnum aðildarfélög frístundakortsins.

Nánar má lesa um reglur Frístundakortsins á www.fristundakort.is 

Það þarf ekki að sækja sérstaklega um Frístundakortið en styrkinn er að finna á https://minarsidur.reykjavik.is/ undir kennitölu forráðamanns með sama lögheimili og barnið. Styrknum er svo ráðstafað í gegnum aðildarfélagið sjálft. Um aðstoð við innskráningu á https://minarsidur.reykjavik.is/ sér þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411-1111. Einnig er hægt að fá aðstoð við að ráðstafa í gegnum netfangið fristundakort@reykjavik.is 

Styrkurinn er 50.000 krónur á ári. Frá 1. janúar 2023 verður styrkurinn 75.000 krónur á ári. 

Styrkurinn er fyrir 6-18 ára börn sem hafa lögheimili í Reykjavík. Miðað er við fæðingarár.

Árið 2015 fyrir þá sem fæddir eru á árunum 1997-2009, árið 2016 geta þeir sem fæddir eru á árunum 1998-2010 og árið 2017 geta þeir sem fæddir eru á árunum 1999-2011 nýtt sér Frístundakortið.

Styrkurinn gildir frá 1. janúar það ár sem barnið verður 6 ára og til áramóta það ár sem barnið verður 18 ára. Ef að einstaklingur verður 18 en hefur ekki ráðstafað Frístundakorti verður hann að stofna aðgang að mínum síðum hjá Reykjavíkurborg til að ráðstafa styrknum.

Já, hægt er að greiða dvöl á Frístundaheimilum með Frístundakorti. Athuga þarf þó að Frístundakortið er ekki hægt að nýta í sumarfrístund Frístundaheimila

Nei, starf í félagsmiðstöðvum er niðurgreitt af Reykjavíkurborg og kostar í flestum tilfellum ekkert. Sé um gjaldtöku að ræða er ekki hægt að greiða þann kostnað með Frístundakorti.

Séu báðir foreldrar með sama lögheimili og barnið og sama fjölskyldunúmer í þjóðskrá geta þeir báðir ráðstafað. Sé um sameiginlegt forræði að ræða getur eingöngu það foreldri sem er með sama lögheimili og barnið ráðstafað.

Hægt er að ráðstafa frístundastyrk hjá aðildarfélögum frístundakortsins https://reykjavik.is/adildarfelog-fristundakortsins

 

Það er í höndum hvers aðildarfélags fyrir sig að ákveða hvenær lokadagur ráðstöfunar er hjá félaginu á hverri önn. Það er því mikilvægt fyrir forráðamenn að kynna sér hvernig innheimtu er háttað hjá félaginu og hvenær síðasti ráðstöfunardagur er hjá því.

Ástæðurnar geta verið að félagið sé búið að loka fyrir ráðstöfun á tímabilinu eða nýtt tímabil sé hafið og búið að loka fyrir ráðstöfun fyrri tímabila. Félögum er heimilt að ákvarða sjálf lokadag ráðstöfunar á hverju tímabili svo hægt sé að ganga frá innheimtu eftirstöðva séu þær einhverjar. Best er að hafa samband við félagið til að spyrjast fyrir um ráðstöfun og innheimtu hjá því.

Ástæðurnar geta verið að barnið sé ekki skráð með sama lögheimili og foreldri. Sé um sameiginlegt forræði að ræða birtist nafn barns hjá því foreldri sem er skráð með sama lögheimili og sama fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Ástæðan getur einnig verið að ekki sé búið að ganga frá breytingum í þjóðskrá sé viðkomandi að flytja til landsins eða að breytingar hafi orðið á fjölskylduhögum s.s. missir maka. Sé barnið orðið 18 ára er það komið með sérstakt fjölskyldunúmer og þarf því að skrá sig á https://minarsidur.reykjavik.is/ á sinni eigin kennitölu. Sé um flutning erlendis frá að ræða þarf að hafa samband við þjóðskrá. Sé um missi maka að ræða þarf að hafa samband við verkefnastjóra Frístundakorts eða Rafrænnar Reykjavíkur.

Styrkurinn er eyrnamerktur hverju barni og því ekki hægt að nýta hann á milli systkina.

Sé félagið, sem barnið stundar sína tómstund hjá, aðili að Frístundakorti ÍTR, hvort sem er í Reykjavík eða nágrannasveitarfélagi, er hægt að nýta Frístundakortið hjá viðkomandi félagi. https://reykjavik.is/adildarfelog-fristundakortsins

Námskeið þurfa að vera að minnsta kosti 8 vikur samfelld til að vera styrkhæf. 

Ráðstafa má styrknum á þrjú námskeið á hverju tímabili.

Tímabilin eru þrjú yfir árið. Vorönn 1. janúar til 31. maí, sumarönn 1. júní til 31. ágúst og haustönn 1. september til 31. desember.

Styrkurinn færist sjálfkrafa á milli tímabila sé hann ekki allur nýttur á sama tímabilinu. Hann færist hins vegar ekki á milli ára og fellur niður um áramót sé hann ekki nýttur.

Styrkurinn færist ekki á milli ára. Eftirstöðvar af styrknum falla niður um áramót.

Ástæðurnar geta verið að félagið sé ekki búið að skrá barnið í Frístundakortskerfið og þurfa forráðamenn að hafa samband við félagið. Námskeiðið uppfyllir ekki reglur og skilyrði Frístundakortsins og er því ekki styrkhæft. Félagið sem barnið stundar sína tómstund hjá er ekki aðili að Frístundakortinu.

Ástæðurnar geta verið þær að félagið hafi ekki sótt um aðild eða að það uppfylli ekki reglur og skilyrði Frístundakortsins.

Skráningar fara fram hjá viðkomandi félögum eða frístundamiðstöðvum. Hægt er að nálgast símanúmer, netföng og vefföng með því að smella á viðkomandi aðila á forsíðu vetrarvefsins.

Í Frístundamiðstöðinni Kringlumýri er í boði tómstundastarf fyrir fatlaða. Nánari upplýsingar í frístundamiðstöðinni í síma 411 5400 eða ákringlumyri@itr.is.

Hægt er að skrá þátttakendur í allt sumarstarf Reykjavíkurborgar í gegnum https://sumar.vala.is/#/login

Vinsamlega athugið að í sumarfrístund lýkur skráningu í starf kl. 12.00 á föstudögum, eigi barn að geta byrjað á mánudeginum á eftir.

Upplýsingar um skráningu í annað sumarstarf en hjá Reykjavíkurborg er að finna á upplýsingasíðum hvers sumarstarfstilboðs fyrir sig.

Gengið er frá greiðslu í sumarstarf Reykjavíkurborgar við skráningu en innheimt er mánaðarlega. Hægt er að greiða með kreditkorti eða óska eftir heimsendum gíróseðli.

Upplýsingar um greiðslu fyrir annað sumarstarf en hjá Reykjavíkurborg er að finna á upplýsingasíðum hvers sumarstarfstilboðs fyrir sig.

Hægt er að óska eftir afskráningu í Sumarfrístund, Dýranámskeið og á Siglinganámskeið í Siglunesi í síðasta lagi á viku áður en námskeið hefst með því að hafa samband við viðkomandi frístundamiðstöð eða starfsstað. Sé það hinsvegar ekki gert þarf að greiða fyrir námskeiðið/ þjónustuna að fullu.

Ársel í Árbæ, s: 411-5800,
Fjölskyldu- og húsdýragarð, s: 411-5900
Gufunesbær í Grafarvogi, s: 411-5600,
Kringlumýri í Laugardal og Háaleiti, s: 411-5400
Miðberg í Breiðholti, s: 411-5750
Siglunes, s: 551-3177
Tjörnin í Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, s: 411-5700,

Ef ekki næst í viðkomandi starfsstað/frístundamiðstöð er hægt að hafa samband við Reykjavíkurborg í síma 411-1111.

Ekki er hægt að afskrá börn í smiðjur fyrir 10-12 ára og á smíðavelli

Nei, ekki er hægt að nota Frístundakortið á hefðbundin sumarnámskeið sem eru á viku eða tveggja vikna grunni.

Reykjavíkurborg veitir 20% systkinafslátt af sumarfrístund, Siglunes og Fjölskyldu- og húsdýragarð.
Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarstund í sumarfrístund og ekki af sumarsmiðjum fyrir 10-12 ára.

Upplýsingar um afslætti í öðru sumarstarfi en hjá Reykjavíkurborg er að finna á upplýsingasíðum hvers sumarstarfstilboðs fyrir sig.

Eitt af markmiðum með sumarstarfi frístundamiðstöðvanna er að börnin fái að kynnast borginni á sem fjölbreyttastan máta og mikið er lagt upp úr útiveru og hreyfingu. Vikurnar eru oft þematengdar og þá er unnið með ákveðið þema út frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Á námskeiðum og í opnu starfi fyrir 10-12 ára börn hjá frístundamiðstöðvunum er megináhersla lögð á að bjóða upp á fjölbreytt starf til að þátttakendur kynnist ólíkum og krefjandi viðfangsefnum. Jafnframt er lögð áhersla á virkni og sjálfstæði.

Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum upp á aðstöðu til afþreyingar og skapandi viðfangsefna með jafnöldrum sínum undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Yfir sumartímann er sérstök áhersla á að virkja unglinga enn frekar í útiveru, hreyfingu og skapandi starf.

Já, þar sem sumarstarf Reykjavíkurborgar er mikið á ferð og flugi þarf að nesta börnin með hollu og góðu nesti. Um er að ræða morgunhressingu, hádegissnarl og síðdegishressingu. Og muna að þau hafi nóg að drekka þar sem oftar en ekki þá verða þau þyrst af hreyfingunni og leikjunum.

Upplýsingar um nesti í öðru sumarstarfi en hjá Reykjavíkurborg er að finna á upplýsingasíðum hvers sumarstarfstilboðs fyrir sig.

Á heimasíðu viðkomandi frístundamiðstöðvar, félagsmiðstöðvar, frístundaklúbbs eða frístundaheimilis er að finna dagskrá fyrir hverja viku sumarstarfstímans.

Upplýsingar um dagskrá í öðru sumarstarfi en hjá Reykjavíkurborg er að finna á upplýsingasíðum hvers sumarstarfstilboðs fyrir sig.

Tengiliður félags sækir um inni á mínum síðum Reykjavíkurborgar https://minarsidur.reykjavik.is/ með því að skrá sig inn með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum. Velja þarf flipann þjónusta efst á síðunni hægra megin. Skrolla þarf niður og undir Þjónusta í boði hjá Reykjavíkurborg þarf að velja flipann Tómstundir, menning og listir. Skrolla þarf niður og undir Umsóknir er valin flipinn Umsókn um aðild að Frístundakorti fyrir félög. Umsóknin er fyllt út rafrænt og það sem þarf að fylgja með umsókninni er gjaldskrá iðkenda síðasta árs og starfsáætlun næsta árs.