






Útilífsskóli Árbúa byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, stangveiði, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða tveggja vikna námskeið með helgarfríi. Í lok seinni vikunnar er einnar nætur útilega. Hægt er að skrá sig á aðra vikuna.
Námskeiðin sem verða í boði sumarið 2017 eru:
Námskeið 1
12. - 23. júní
Námskeið 2
26. júní - 7. júlí
Námskeið 3
10. - 21. júlí
Námskeið 4
14. – 18. ágúst (án útilegu)