Útilífsskóli Ægisbúa

Ægisbúar
Hverfi: 
Vesturbær
Efnisflokkur: 
Sumarbúðir, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019, júní 2019
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára

Útilífsskóli Ægisbúar byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, stangveiði, náttúruskoðun, klifur, sig, útieldun, skyndihjálp, skátaleikir og margt fleira.

Í lok sumars verður boðið upp á sérstakt Útivistarnámskeið fyrir aldurinn 13-15 ára þar sem verður farið í útilegu yfir tvær nætur í undralandið á Úlfljótsvatni.

 

Upplýsingar:

  • Starfssvæði Útilífsskóla Ægisbúa er Vesturbær, Seltjarnarnes og miðbær
  • Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 10 til 12 ára.
  • Þá daga sem námskeiðin eru haldin innanbæjar stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00.
  • Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
  • Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins og

útilegunnar í upphafi námskeiðs.

  • Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs öll dagskrá er innifalin í verði.

 

Verð:

Ein vika án útilegu

14.000

Útivistarnámskeið

25.000
 

Skátafélagið Ægisbúar
Neshagi 3
skati@skati.com 
https://www.facebook.com/aegisbuar/

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 3. maí 2019 - 13:07