Söngleikjanámskeið Leynileikhússins fyrir 9-16 ára

Söngleikjanemendur Leynileikhússins
Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Dans, Leiklist, Sköpun, Tónlist
Tímabil: 
júlí 2019, ágúst 2019
Aldur: 
9 ára, 16 ára

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS FARA FRAM 30. JÚLÍ TIL 3. ÁGÚST Í GAFLARALEIKHÚSINU Í HAFNARFIRÐI.

Námskeiðið samanstendur af leikspuna, dansæfingum og söngæfingum sem sem í lokin enda í söngleik sem nemendur semja sjálfir. Nýtt eru þekkt lög í söngleikinn, möguleiki er á því að nemendur semji sjálfir lög fyrir verkið. Í lok námskeiðsins er söngleikurinn fluttur fyrir aðstandendur.

Hjá Leynileikhúsinu er ávallt lögð áhersla á að vinna út frá LEIKGLEÐI og með frumsköpun að leiðarljósi er farið í gegnum grunnatriði söngleikja. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomuhæfileika..

Þrír kennarar sjá um námskeiðið. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem sér um leiklistar og söngkennslu, Valgerður Rúnarsdóttir sem sér um danskennslu og hreyfingar og Pálmi Sigurhjartarson sem sér um tónlistaræfingar, undirleik og söngkennslu. Öll eru þau með mikla reynslu úr söngleikjum, leikhúsi og af kennslu barna.

30. júlí -3. ágúst / Gaflaraleikhúsið
Kl. 09.00-13.00 / 9-12 ára / kr. 46.600.-
Kl. 13.00-17.00 / 13-16 ára / kr. 46.600.-

Að venju er 15% systkinaafsláttur og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn.

SKRÁNING FER FRAM Á https://leynileikhusid.felog.is/

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 5. júní 2018 - 18:56