Sirkuslistir

Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Vesturbær, Nágrannasveitarfélög, Seltjarnarnes
Félag: 
Efnisflokkur: 
Dans, Fimleikar, Jóga, Sköpun
Tímabil: 
september 2017, október 2017, nóvember 2017, desember 2017
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Kramhúsið – Skapandi Sirkus

Á sirkusnámskeiði Húlladúllunnar verður lögð áhersla á sköpunargáfu og atriðasmíði. Við munum við læra á hin ýmsu sirkusleikföng og skapa saman okkar eigin sirkusævintýri.Við munum húlla húllahringjum, djöggla slæðum, boltum og hringjum, leika okkur að blómaprikum og sveiflusekkjum, læra fimleikakúnstir og akrólyftur, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, læra á kínverska snúningsdiska og kasthringi og halda jafnvægi á töfrafjöðrum. Í lok annar setjum við upp frumsamda sýningu fyrir fjölskyldu og vini.

Húlladúllan er hin víðfræga: Unnur María Máney Bergsveinsdóttir.

Húlladúllan, eða Unnur María Máney, er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona Hún hefur starfað við sirkuslistir og kennslu í Mexíkó, á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af skapandi barnastarfi og lauk húllakennaranámi við LiveLoveHoop í Bristol. Hún sá m.a. um skipulag og kennslu við Æskusirkus Sirkus Íslands árin 2013 – 2016 og hefur einnig kennt fyrir Kramhúsið, Listdansskóla Hafnarfjarðar, Heilsuskóla Tönju og breska sirkusfyrirtækið Let’s Circus.

Námskeiðið er fyrir börn frá aldrinum 8 ára. 

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 26. ágúst 2017 - 16:31