Myndbandagerð

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Tölvur
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára

Um námskeiðið

Á þessu spennandi námskeiði í myndbandagerð eru tekin fyrir grunnatriði í vinnslu og klippingu eigin myndbanda. Þátttakendur fá kennslu í og aðstoð við að taka myndefni inn í klippiforrit, klippa það til auk þess að kynnast hljóðvinnslu-hluta myndbandagerðar. Einnig verða skoðuð einföld ráð til að bjarga myndefni sem er skemmt ásamt því að skoða helstu frágangs (export) stillingar. Nemendur munu hafa aðgengi að nokkrum settum af myndböndum en geta líka mætt á námskeið með sitt eigið myndefni auk þess sem þeim gefst kostur á að taka upp myndefni á meðan á námskeiði stendur. Nemendur læra einnig að setja upp sína eigin Youtube rás.

Forritið sem notað verður við kennsluna heitir Davinci Resolve sem er vel þekkt og mikið notað í kvikmyndaiðnaðinum.  Forritið er frítt til niðurhals. 

Eftir námskeið eiga þátttakendur að vera með góðan grunn til að klippa einföld myndbönd auk þess að vita af möguleikum sem Davinci Resolve og fleiri forrit bjóða upp á til að gera flottari myndbönd með meðal annars litaleiðréttingu og tæknibrellum. 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 13. júní 2018 - 14:32