Leikbrúðugerð á Bókasafni Hafnarfjarðar

Hverfi: 
Hafnarfjörður
Efnisflokkur: 
Leiklist, Sköpun, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní 2019
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára

Námskeið í leikbrúðugerð á Bókasafni Hafnarfjarðar

Vikuna 25. – 29. júní næstkomandi verður leikbrúðunámskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar. Greta Glough hjá leikbrúðufyrirtækinu Handbendi verður með námskeið þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á brúðugerð úr ýmis konar efnivið, oft endurunnum. Sköpunargáfan, leikurinn, gleðin, spuninn og ímyndunaraflið verður allsráðandi og frásagnargáfan virkjuð og þjálfuð.

Námskeiðið verður frá kl. 13:00 – 16:00 alla daga vikunnar og er fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára. Þátttakendur skulu koma nestaðir dag hvern. Krakkarnir munu fara í leiki, gera brúður, semja leikrit o.fl.  Í lok námskeiðs verður sýning fyrir foreldra/forráðamenn.

Leikbrúðufyrirtækið Handbendir sérhæfir sig gerð og stjórnun leikbrúða. Það hannar leikbrúðusýningar sem sýndar eru hérlendis og erlendis. Handbendi hefur aðsetur á Hvammstanga á Norðvesturlandi.  https://www.handbendi.com/

Námskeiðið er ókeypis fyrir utan 2.000. kr. staðfestingargjald. Allar umsóknir skulu sendar á netfangið barnadeild@hafnarfjordur.is , en tólf börn komast að, að þessu sinni.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 19. júní 2018 - 9:24