Krílanámskeið Leynileikhússins fyrir 6-7 ára

Hverfi: 
Vesturbær
Efnisflokkur: 
Leiklist, Sköpun
Tímabil: 
júní 2019, ágúst 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára

KRÍLANÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS FARA FRAM 25. - 29. JÚN OG 13. - 17. ÁGÚST Í VESTURREITUM, AFLAGRANDA 40, 107 RVK.

Krílanámkseiðin: 
Á námskeiðunum fyrir allra yngstu leynileikarana er lögð sérstök áhersla á að flytja inn í ævintýraheima, hlutverkaleiki, samvinnu og hreyfingu. Hlustun og einbeiting er stór hluti af leiklistinni sem unnið er með en töfrarnir verða að vera tækniæfingunum yfirsterkari svo leikgleðin sé í alltaf ráðandi. Námskeiðin eru færð út á græn svæði eins mikið og veður leyfir. Á lokadegi námskeiðs er opinn tími, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að sýna vinum og fjölskyldu afrakstur vikunnar.

Hjá Leynileikhúsinu er ávallt er lögð áhersla á að vinna út frá LEIKGLEÐI og með frumsköpun að leiðarljósi er farið í gegnum grunnatriði leiklistar og sköpunar. Í gegnum leiki, æfingar og spuna er unnið sérstaklega með hlustun, samvinnu, einbeitingu og tjáningu. Leitast er við að leiðbeina þátttakendum við að finna hugmyndum sínum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust þeirra og framkomuhæfileika. Námskeiðin eru færð út á græn svæði eins mikið og veður leyfir. Á lokadegi námskeiðs er opinn tími, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að sýna vinum og fjölskyldu afrakstur vikunnar.

Kennarar eru leikkonurnar Aldís Davíðsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Allir kennarar Leynileikhússins eru með háskólamenntun í sviðslistum og mikla reynslu af sviðslistum og kennslu barna. 

25.-29. júní / Aflagrandi 40. 107 Rvk. 
Kl. 09.00-12.00 / 6-7 ára / námskeiðsgjald kr. 25.900.-

13.-17. ágúst / Aflagrandi 40. 107 Rvk. 
Kl. 09.00-12.00 / 6-7 ára / námskeiðsgjald kr. 25.900.-

Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði eru 12 nemendur. 

Að venju er 15% systkinaafsláttur og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn.

SKRÁNING FER FRAM Á https://leynileikhusid.felog.is/

EF EINHVERJAR SPURNINGAR VAKNA EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 8649373 EÐA MEÐ NETPÓSTI Í info@leynileikhusid.is

LIFI LEIKGLEÐIN

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 6. júní 2018 - 19:34