Akido barnanámskeið

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Sjálfsvarnaríþróttir
Tímabil: 
júlí 2018, september 2018, október 2018, nóvember 2018, desember 2018, janúar 2019, febrúar 2019, mars 2019, apríl 2019
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Frístundakort: 

Í barna aikido blöndum við saman leikjum, færniæfingum og aikido æfingum sem henta krökkum.  Kobayashi dojo var leiðandi í að byrja að kenna börnum aikido og er barnastarf í flestum klúbbum sem starfa innan þess félagsskapar.  Í hverjum tíma eru a.m.k. 2 kennarar sem hafa áralanga reynslu af aikido.

Æfingarnar eru settar upp sem hér segir:

  1. Upphitun og teygjur/liðleikaæfingar
  2. Gólfrúllur og skref
  3. Liða- og samvinnuæfingar
  4. Aikido tæknir (2-3 í hverjum tíma)
  5. Leikir (5 mínútur í lok tímans)

Hverri önn lýkur svo með prófi.

Allir velkomnir í prufutíma á mánudögum og miðvikudögum. Yngri hópurinn, 6-9 ára, hefur sinn eigin tíma á mánudögum kl. 16:15 og eldri hópurinn, 10-12 ára, kl 17:00. Allur krakkahópurinn æfir svo saman á miðvikudögum kl. 17:00.

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 8. ágúst 2018 - 14:38