13-16 ára Teikning, málun og blönduð tækni

Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Myndlist, Sköpun
Tímabil: 
maí 2019, september 2018, október 2018, nóvember 2018, desember 2018
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Frístundakort: 

Á þessu námskeiði verður unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun bæði hefðbundnar og nýstárlegar. Farið verður í litafræði, myndbyggingu, hugmyndavinnu og skissugerð og við nýtum mismunandi tækni, efni og verkfæri. Í hverjum tíma hitum við upp með sérstökum teikniæfingum fyrir hægra heilahvelið sem miða sérstaklega að því að auka færni í teikningu. Samhliða skoðum við líka listasöguna og þá ólíku stíla sem finna má í málverkum í fortíð og nútíð. Unnið verður með vatnsliti, akrílmálningu, blek og önnur efni. Áhersla verður lögð á að virkja áhugasvið nemenda og sköpunargleði þeirra.

Kennt er einu sinni í viku í 13 vikur.

Þriðjudagar kl. 17:30-19:55

 

Skráning hefst 15. ágúst.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 26. júlí 2018 - 14:02